Furða sig á skýringum Hagstofunnar

Byggingaframkvæmdir við Selfoss.
Byggingaframkvæmdir við Selfoss. mbl.is/​Hari

Skýringar Hagstofunnar fyrir hækkun verðbólgu koma hagfræðideild Landsbankans spánskt fyrir sjónir. Hagfræðideildin segir að verðhækkanir fasteigna á landsbyggðinni séu ekki það sem knýi verðbólguna áfram. 

Mæling á vísitölu neysluverðs í janúar leiddi í ljós að síðastliðna 12 mánuði hefði vísitalan hækkað um 2,4%. Var sú skýring gefin að verð fasteigna utan höfuðborgarsvæðisins hefði hækkað um 5,4% milli mánaða í janúar. 

Í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans segir að tölur frá Þjóðskrá séu ekki í samræmi við þá mynd sem dregin er upp í sambandi við vísitölu neysluverðs. Litið er til Akraness, Akureyrar, Reykjanesbæjar og Árborgar sem þar sem um 42% af íbúum landsbyggðarinnar búa og segir að ætla megi að um helmingur fasteignaviðskipta á landsbyggðinni hafi farið þar fram.

„Séu tölur Þjóðskrár skoðaðar eftir mánuðum má sjá að í engum af þessum bæjum var um að ræða mikla verðhækkun á milli desember og janúar nema á Akranesi. Viðskipti á Akranesi á þessu tímabili voru reyndar mun færri en í hinum bæjunum þremur. 

Þá kemur fram að stærsta hluta kaupsamninga, um þrjá af hverjum fjórum, megi rekja til Akureyrar og Reykjanesbæjar og þar hafi ekki verið um hækkanir að ræða milli desember og janúar samkvæmt tölum Þjóðskrár. 

„Miðað við þessar tölur koma skýringar Hagstofunnar á hækkun verðbólgu í janúar því spánskt fyrir sjónir.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir