Verðbólgan 2,3%

Hár húsnæðisliður skýrir verðbólgu á Íslandi.
Hár húsnæðisliður skýrir verðbólgu á Íslandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Verðbólgan, mæld á tólf mánaða tímabili, er 2,3% samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs hækkar um 0,60% á milli mánaða. Ef húsnæðisliðurinn er undanskilin mælist 0,9% verðhjöðnun á Íslandi. 

Vetrarútsölur hafa að hluta gengið til baka og hækkaði verð á fötum og skóm um 4,9% (áhrif á vísitöluna 0,16). Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkar um 0,7% (0,15%).

Í janúar mældist verðbólgan 2,4%. Þá hafði 12 mánaða verðbólga ekki mælst jafn mik­il á Íslandi síðan í maí 2014 eða í 44 mánuði.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir