Stórfyrirtæki greiða minna í skatt en fyrir hrun

Olíuhreinsunarstöð í Vestur-Frakklandi. Fjölþjóðleg iðnaðarfyrirtæki greiða töluvert minna í skatt ...
Olíuhreinsunarstöð í Vestur-Frakklandi. Fjölþjóðleg iðnaðarfyrirtæki greiða töluvert minna í skatt nú en fyrir fjármálahrunið. AFP

Stór fjölþjóðleg fyrirtæki greiða minna í skatt í dag en þau gerðu fyrir fjármálahrunið 2008 þrátt fyrir að ríkisstjórnir víða um heim hafi í kjölfarið ráðist í átak til þess að afla meiri tekna. 

Þetta kemur fram í frétt Financial Times sem greinir frá því að virkt skatthlutfall (e. effective tax rate) fyrirtækja hafi lækkað um 9% frá árinu 2008. Við gerð fréttar Financial Times voru teknir saman ársreikningar 25 ára aftur í tímann og rýnt í hversu mikið 10 stærstu fyrirtækin í hverri atvinnugrein greiddu í skatt á hverju ári. 

Sé horft aftur til ársins 2000 hefur virka skatthlutfallið lækkað um nærri þriðjung, eða úr 34% í 24%. 

Lækkanir tekjuskatts fyrirtækja skýra aðeins helminginn af lækkuninni og bendir sú staðreynd til þess að fjölþjóðlegum fyrirtækjum hafi gengið vel að bregðast við svifaseinum aðgerðum ríkisstjórna til þess að herða skattheimtu. 

Í tæknigeiranum og iðnaði lækkaði virka skatthlutfallið um 13% en það hefur staðið í stað hjá fyrirtækjum starfa í heilbrigðisgeiranum og hjá þeim sem framleiða nauðsynjavörur. 

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir