Áhættan mest í Kanada, Kína og Hong Kong

Fjármálahverfið í Peking, Kína.
Fjármálahverfið í Peking, Kína. AFP

Kína, Kanada og Hong Kong eru þau hagkerfi sem eru í hvað mestri hættu á fjármálakrísu samkvæmt skýrslu Alþjóðagreiðslubankans. 

„Vísar benda til þess að í nokkrum hagkerfum sé að áhætta að hlaðast upp,“ skrifa greinendur bankans í ársfjórðungsskýrslunni sem fréttastofa Bloomberg fjallar um.

Bankinn framkvæmir reglulega greiningar á fjármálakerfi heimsins til þess að greina og fylgjast með veikleikum þess. Í þessari skýrslu var horfti til skulda heimila, erlendra skulda og lántöku í erlendum gjaldeyri. 

Hagvöxtur í Kanada hefur ekki verið meiri síðan árið 2011 en skuldastaða einstaklinga og fyrirtækja er farin að valda áhyggjum. Sama gildir um Kína og Hong Kong. 

Hins vegar sýndi kínverska hagkerfið batamerki frá fyrri greiningum þegar horft var til þróunar skulda sem hlutfall af hagvexti. Það gæti bent til þess að aðgerðir stjórnvalda þar í landi til að draga úr áhættu í fjármálakerfinu hafi haft tilætluð áhrif. 

Í skýrslunni má finna nokkrar óvæntar niðurstöður. Til dæmis er ekki talið að hagkerfi Ítalíu sé í hættu þrátt fyrir lítinn hagvöxt og skuldum klyfjaðan bankageira. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK