Toys R Us lokar öllum búðum í Bretlandi

Verslun Toys R Us í Suður-London.
Verslun Toys R Us í Suður-London. AFP

Leikfangakeðjan Toys R Us þarf að loka öllum eitt hundrað verslunum sínum í Bretland vegna þess að ekki tókst að finna kaupendur að fyrirtækinu. 

Þessu er greint frá á fréttavef The Guardian. Toys R Us fór í greiðslustöðvun og voru skipaður skiptastjórar til þess að endurskipuleggja reksturinn og finna kaupendur. Þeir tilkynntu í dag að það hefði mistekist. 

Ferlið hefst á morgun með lokun 25 verslana og í kjölfarið missir 541 starsfmaður vinnuna. Hinum 75 verslununum verður lokað á næstu sex vikum. 

Verslunarkeðjur í Bretlandi hafa átt erfitt uppdráttar það sem af er ári vegna samdráttar í einkaneyslu. Þannig fór raftækjakeðjan Maplin í greiðslustöðvun í byrjun árs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka