Mikið í húfi fyrir lífeyrissjóði vegna hótelsins

Marriott-hótelið er í byggingu.
Marriott-hótelið er í byggingu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenskir lífeyrissjóðir hafa beina aðkomu að uppbyggingu nýs lúxushótels við Austurhöfn í Reykjavík. Í byggingunni verður rekið Marriott Edition hótel í hæsta gæðaflokki. Allt stefnir í að framkvæmdir við hótelið muni fara milljarða fram úr áætlunum.

Lífeyrissjóðirnir halda á, í félagi við aðra innlenda fjárfesta, tæplega 40% hlut í félaginu Cambridge Plaza Hotel Company ehf. sem á bygginguna. Meirihluti félagsins er hins vegar í eigu hollenska félagsins Cambridge Netherlands Investors B.V. Eigendur þess eru bandaríska fasteignaþróunarfélagið Carpenter & Company og fjárfestirinn Eggert Þór Dagbjartsson, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Eignarhlutur lífeyrissjóðanna er vistaður í félaginu Mandólín ehf. Athygli vekur að sjóðastýringarfyrirtækið Stefnir er fyrirferðarmikið innan Mandólíns og lífeyrissjóðirnir eiga verulegra hagsmuna að gæta í gegnum sjóðinn SÍA III slhf. sem Stefnir rekur. Stefnir er í eigu Arion banka sem seldi byggingarréttinn undir hótelið og er jafnframt stærsti lánveitandinn að verkefninu. Lífeyrissjóðir eiga þó ekki aðeins hagsmuna að gæta í gegnum fjárfestingu sína í SÍA III heldur eru Almenni lífeyrissjóðurinn og Festa lífeyrissjóður einnig beinir eigendur að Mandólín.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka