Vill rannsókn á fjárfestingu Frjálsa

Frjálsi er sjötti stærsti lífeyrissjóður landsins en hrein eign hans …
Frjálsi er sjötti stærsti lífeyrissjóður landsins en hrein eign hans reyndist vera ríflega 210 milljarðar króna um nýliðin áramót. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hhróbjartur Jónatansson, lögmaður, hyggst leggja fram tillögu á aðalfundi Frjálsa lífeyrissjóðsins, þess efnis að sjóðurinn leiti til óháðra lögmanna og endurskoðenda til þess að meta hvort ráðgjöf Arion banka til sjóðsins um ríflega 1.200 milljóna króna fjárfestingu í United Silicon standist lög.

„Nú liggur fyrir að þessir fjármunir eru glataðir og að sjóðfélagar sitji uppi með tjónið,“ segir Hróbjartur. Hann hyggst einnig bjóða sig fram til stjórnarsetu í sjóðnum.

Með því segist hann vilja beita sér fyrir því að skilið verði milli Frjálsa og Arion banka, sem annast rekstur sjóðsins og skipar auk þess þrjá af fjórum fulltrúum í stjórn. Þá hyggst Halldór Friðrik Þorsteinsson, einnig bjóða sig fram til að beita sér á með svipuðum hætti, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK