Fleiri nýskráð hjólhýsi í ár en í fyrra

Ferðavagnar. Veðrið hefur meiri áhrif á afhendingu hjólhýsa en á …
Ferðavagnar. Veðrið hefur meiri áhrif á afhendingu hjólhýsa en á sölu þeirra. mbl.is/Árni Sæberg

Í ár hafa verið nýskráð 256 hjólhýsi á landinu en 241 á sama tíma í fyrra, samkvæmt tölum frá Samgöngustofu. Svo virðist sem veðurfar undanfarna daga hafi ekki dregið úr sölunni í ár.

Á síðustu tólf dögum hafa 94 hjólhýsi verið nýskráð. Tjaldvagnasala hefur hins vegar nánast þurrkast út og einungis eitt hefur verið nýskráð í ár en níu í fyrra. Þá hefur ekkert fellihýsi verið selt það sem af er ári.

Í umfjöllun um hjólhýsasöluna í Morgunblaðinu í dag segir Kristín Anný Jónsdóttir, sölustjóri hjá Víkurverki, einu af stærsta fyrirtæki landsins í sölu hjólhýsa, sölu á nýjum hjólhýsum vera að nálgast svipaðar tölur og fyrir hrun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK