Kaupverðið undir verðmæti eigin fjár

mbl.is/Kristinn

Verðmæti eigin fjár Sparisjóðs Vestmannaeyja mátti meta á 483 milljónir króna þegar sjóðurinn var yfirtekinn af Landsbankanum árið 2015. Þetta er niðurstaða dómskvaddra matsmanna. Matsbeiðendur voru Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum sem töldu líkur á að eignarhlutur stofnfjáreigenda hefði verið vanmetinn við kaupin. Við yfirtökuna lá fyrir samkomulag milli Sparisjóðsins og Landsbankans um að stofnfjáreigendur fengju hluti í Landsbankanum sem endurgjald að verðmæti samtals 332 milljónir króna. Það er tæplega 0,7-falt matsvirði eigin fjár sjóðsins samkvæmt framansögðu.

Niðurstaða matsmannanna er að verðmæti yfirfæranlegs taps sparisjóðsins sem nýtist Landsbankanum við tekjuskattsútreikning hafi í ársbyrjun 2015 numið 374-380 milljónum króna. Það sé 274-280 milljónum umfram bókfært virði í ársreikningi sparisjóðsins fyrir árið 2014.

Greint var frá því í Morgunblaðinu síðastliðið sumar að ágreiningur væri á milli Landsbankans og matsbeiðenda um aðgang matsmanna að gögnum. Hafði bankinn þá, samkvæmt heimildum, synjað matsmönnunum um þau gögn sem þeir óskuðu eftir, með vísan til bankaleyndar. Gerðu matsbeiðendur tillögu að sátt um lágmarksaðgang að gögnum án persónugreiningar, en þeirri sátt var hafnað af Landsbankanum og boðinn fram mun takmarkaðri aðgangur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK