Samkaup kaupir fjórtán verslanir Basko

Basko og Samkaup hafa undirritað kaupsamning um kaup Samkaupa á fjórtán verslunum, m.a. undir merkjum 10-11 og Iceland.

Samkvæmt tilkynningu frá Basko er kaupsamningurinn háður ákveðnum fyrirvörum, m.a. samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Basko rekur samtals 42 sölustaði undir merkjum 10-11, Iceland, Inspired By Iceland, Háskólabúðarinnar, Kvosarinnar, Bad Boys og Dunkin´ Donuts. 

Samhliða breytingunum lætur Árni Pétur Jónsson af störfum sem forstjóri Basko og tekur sæti í stjórn félagsins. Hann verður áfram hluthafi í félaginu og mun sitja sem stjórnarformaður í Eldum rétt ehf., dótturfélagi Basko.

Í stað hans hefur Sigurður Karlsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Basko. Hefur hann starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2000.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir