Samkaup kaupir fjórtán verslanir Basko

Basko og Samkaup hafa undirritað kaupsamning um kaup Samkaupa á fjórtán verslunum, m.a. undir merkjum 10-11 og Iceland.

Samkvæmt tilkynningu frá Basko er kaupsamningurinn háður ákveðnum fyrirvörum, m.a. samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Basko rekur samtals 42 sölustaði undir merkjum 10-11, Iceland, Inspired By Iceland, Háskólabúðarinnar, Kvosarinnar, Bad Boys og Dunkin´ Donuts. 

Samhliða breytingunum lætur Árni Pétur Jónsson af störfum sem forstjóri Basko og tekur sæti í stjórn félagsins. Hann verður áfram hluthafi í félaginu og mun sitja sem stjórnarformaður í Eldum rétt ehf., dótturfélagi Basko.

Í stað hans hefur Sigurður Karlsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Basko. Hefur hann starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 2000.

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir