Hafnar mögulegri bótaábyrgð stjórnenda

Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri, (t.v.) og Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri …
Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri, (t.v.) og Bogi Nils Bogason, fjármálastjóri félagsins, kynna uppgjör fyrri árshelmings 1. ágúst síðastliðinn mbl.is/​Hari

Í fordæmalausri tilkynningu sem Icelandair Group sendi frá sér á mánudag er greint frá því að skipulagsbreytingar sem ráðist var í á fyrri hluta árs 2017 á vettvangi fyrirtækisins hafi valdið „félaginu fjárhagslegu tjóni á þessu ári“. Segir Björgólfur Jóhannsson í tilkynningunni að þær séu teknar á sinni vakt og að hann beri ábyrgð gagnvart stjórn og hluthöfum á þeim.

„Þó að vissulega sé búið að taka á fyrrnefndum vandamálum þá er það ábyrgðarhluti að hafa ekki fylgt breytingunum eftir með fullnægjandi hætti og brugðist fyrr við. Þá ábyrgð tel ég rétt að axla og læt því að störfum sem forstjóri félagsins,“ segir Björgólfur í tilkynningunni.

Lögfræðingar sem ViðskiptaMogginn hefur rætt við frá því að tilkynningin var send út segja fáheyrt að forsvarsmenn fyrirtækja gangi fram fyrir skjöldu og lýsi sig ábyrga fyrir fjárhagstjóni sem fyrirtæki þeirra hafi orðið fyrir. Bent hefur verið á að í hlutafélagalögum nr. 2/1995 segi: „stofnendur, stjórnarmenn, framkvæmdastjórar og endurskoðendur og skoðunarmenn hlutafélags, svo og matsmenn og rannsóknarmenn, eru skyldir að bæta hlutafélagi það tjón, er þeir hafa valdið félaginu í störfum sínum, hvort sem er af ásetningi eða gáleysi.“

Spurður út í hvort mögulega hafi stofnast til bótaábyrgðar hans eða annarra stjórnenda félagsins segir Björgólfur að fráleitt sé að halda því fram að hún sé til staðar.

„Það er einfaldlega þannig að stjórnendur taka ákvarðanir og hafa það hlutverk. Sumar þeirra ganga upp, aðrar ekki. Ef menn væru bótaskyldir vegna ákvarðana sem ekki skila tilætluðum árangri þá væri það mjög undarlegt.“

Leggja sjálfir mat á tjónið

Það sem einnig vekur athygli í fyrrnefndri afkomuviðvörun Icelandair frá því á mánudag er að þar leggur fráfarandi forstjóri beint mat á það fjárhagslega tjón sem ákvarðanir stjórnenda félagsins leiddu til.

„Það er mat okkar að lækkun farþegatekna Icelandair sem rekja megi til fyrrgreindra breytinga séu á bilinu 5-8% (50-80 milljónir USD) á ársgrundvelli.“ Það jafngildir 5,3-8,5 milljörðum íslenskra króna.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka