12 þúsund í tölvunámi

Hægt verður að nota nýja vefinn í iPhone- og Android-símum ...
Hægt verður að nota nýja vefinn í iPhone- og Android-símum og spjaldtölvum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 12 þúsund starfsmenn yfir 200 fyrirtækja hafa haft aðgang að námi í tölvuskólanum Tölvunám.is í gegnum tíðina, en meginmarkhópurinn er starfsmenn fyrirtækja.

Vigfús Karlsson framkvæmdastjóri, einn eigenda og eini starfsmaður Tölvunám.is, kveðst spenntur fyrir vetrinum fram undan. „Auk útlits- og tæknibreytinga sem við höfum gert á vefnum er um talsvert aukna virkni að ræða. Meðal þess sem ég býð nú upp á er umsjónarkerfi fyrir fræðslustjóra fyrirtækja, sem geta núna fengið mjög ítarlegar skýrslur um notkunina á vefnum og séð þannig hvaða námsefni starfsfólkið er að nýta sér,“ segir Vigfús í samtali við ViðskiptaMoggann.

Tölvunám sérhæfir sig í Microsoft Office-námskeiðum, en á meðal viðskiptavina eru stórfyrirtæki eins og RARIK, Alcoa og Actavis. „Flest stærstu fyrirtæki landsins hafa einhvern tímann verið í hópi viðskiptavina minna.“

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir