Skuldabréf fyrir 13 milljarða króna

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.
Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. mbl.is/RAX

Skilmálar skuldabréfaútboðs WOW Air kveða á um að félagið gefi út skuldabréf fyrir allt að 100 milljónir evra, eða um 13 milljarða króna.

Flugfélagið stefnir á skráningu á hlutabréfamarkað í kauphöllinni í Frankfurt „eins fljótt og hægt er“, að því er kemur fram í frétt Vísis.

WOW air þarf að standast ströng álagspróf vegna eiginfjár og lausafjár, auk þess sem félagið þarf að bæta upplýsingagjöf til fjárfesta.

Skuldabréfin verða gefin út til þriggja ára og eru tryggð með veði í öllum hlutabréfum WOW air og dótturfélaga þess. Nafnvirði hvers bréfs nemur 100 þúsund evrum, eða um 13 milljónum króna.

WOW air ákvað að fara í út­gáfu skulda­bréfa til þess að end­ur­fjármagna skuld­ir fé­lags­ins og brúa fjárþörf fram að frumút­boði fé­lags­ins, sem stefnt er að inn­an eins og hálfs árs.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir