Eina tækið að hækka vexti og skapa samdrátt

Þær þættir sem voru til staðar við síðustu launahækkanir eru …
Þær þættir sem voru til staðar við síðustu launahækkanir eru ekki til staðar núna, að sögn Þórarins. mbl.is/Golli

Þórarinn Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir vandséð hvaða þættir gætu hjálpað til við að búa til samskonar atburðaráðs og átti sér stað í kjölfar mikilla launahækkana með síðustu kjarasamningum, þegar laun voru hækkuð um 30 prósent.

Þá hafi bæði alþjóðlegt umhverfi og staðan innanlands unnið gegn því að launahækkanir færu út í verðlagið. Verði farið í álíka hækkanir nú, miðað við þær aðstæður sem eru ríkjandi sé viðbúið að Seðlabankinn verði að hækka vexti svo verði samdráttur hér á landi.

Þetta kom fram í máli hans á fundi Félags atvinnurekenda sem haldinn var í morgun. Hann var spurður út í það hvaða áhrif það hefði á frekar bjartsýna spá Seðlabankans um efnahagshorfur næstu þrjú árin, þar sem búist væri við frekar mjúkri lendingu og að hagvöxtur yrði rétt undir þremur prósentum, ef farið yrði í sambærilegar launahækkanir og í síðustu kjarasamningum.

Þeir þættir sem hjálpuðu síðast ekki til staðar núna

Þórarinn sagði marga hafa óttast það síðast að miklar launahækkanir myndu skila sér út í verðlagið með tilheyrandi kollsteypu, en ástæðurnar fyrir því að það gerðist ekki hefðu verið nokkrar.

„Kjarasamningarnir voru gerðir í alþjóðlegu umhverfi sem var að toga niður allt verðlag. Allt sem var keypt frá útlöndum var að lækka, ekki bara vegna hækkunar krónunnar heldur var verð í erlendum gjaldmiðlum að lækka. Það sem hjálpaði líka var að á sama tíma og farið var í hækkanir voru verðbólguvæntingar að lækka og toguðu á móti kjarasamningum.“

Þórarinn sagði ekki miklar líkur á því að þessi atriði kæmu til með að falla jafn vel með okkur og þá. „Í fyrsta lagi má ekki búast við því að verðbólguvæntingar haldi áfram að lækka. Sú þróun mun því ekki hjálpa okkur. Þessi alþjóðlega þróun, eins og staðan er núna, mun heldur ekki hjálpa okkur.“

Þá benti hann á annan mikilvægan þátt sem vert væri að hafa í huga. „Þegar kjarasamningar voru gerðir síðast þá var það þannig að hlutfall launa af þjóðartekjum var undir sögulegu meðaltali. Eftir kreppuna lækkuðu tekjur og með rökum má segja að launþegar hafi átt eitthvað inni. Nú er staðan hins vegar þannig að laun eru komin vel yfir sögulegt meðaltal þannig að það mun ekki hjálpa heldur.“

Eina tækið að koma vöxtunum nógu mikið upp 

Þórarinn sagði því ekki marga þætti eftir sem gætu hjálpað til við að búa til svipaða atburðarás og síðast. „Þá er í raun og veru bara eitt eftir og það er að búa til nógu mikinn slaka í þjóðarbúinu til þess að laun og verðlag byrji að lækka. Það er eina tækið sem við höfum að koma vöxtunum nógu mikið upp þannig hér verði samdráttur.

Við segjum að það sé í höndum annarra hver fórnarkostnaðurinn verði til að halda verðbólgumarkmiðum á næstu misserum. Það eru ríkisvaldið og vinnumarkaðurinn.“

Þórarinn sagði Seðlabankanum vera full alvara með þessu tali, þó að það væri frekar óskemmtilegt, því þetta væri það sem bankanum væri sagt að gera.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK