Seðlabankinn greip inn í

Seðlabankinn greip inn í veikingu krónunnar í dag. Peningaseðlar Íslenskir ...
Seðlabankinn greip inn í veikingu krónunnar í dag. Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund mbl.is/Árni Sæberg

Seðlabankinn greip inn í lækkun krónunnar í dag, en krónan hafði veikst talsvert bæði í dag og undanfarna daga. Þetta staðfestir Stefán Jóhann Stefánsson, upplýsingafulltrúi Seðlabankans, í samtali við mbl.is. Vísaði hann í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá því í maí 2017 um möguleg inngrip við flökti í gengi krónunnar.

Þá segir Stefán að nánari upplýsingar um inngripin verði gefin út á fimmtudaginn, en almennt eru upplýsingar veittar með tveggja daga seinkun í slíkum málum.

Veikingin gagnvart breska sterlingspundinu nemur um 6% og gagnvart evru tæplega 7%. Ein evra kostar nú 131,9, en kostaði í upphafi vikunnar um 123 krónur.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir