Samherji fundar með bankaráði Seðlabanka

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, (fyrir miðju) sést hér mæta …
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, (fyrir miðju) sést hér mæta til fundarins ásamt fylgdarliði núna rétt fyrir kl. tvö. mbl.is/​Hari

Bankaráð Seðlabankans fundar með Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, og öðrum fulltrúum fyrirtækisins klukkan 14:00. Dómur Hæstaréttar frá því fyrr í mánuðinum, þar sem staðfest var að 15 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Seðlabanki lagði á Samherja yrði felld úr gildi, verður ræddur.

Upplýsingafulltrúi Seðlabankans staðfesti fundinn en greint var frá honum fyrst á vef Rúv.

Gjald­eyris­eft­ir­lit Seðlabank­ans taldi fyr­ir­tækið hafa brotið gjald­eyr­is­lög og stóð fyr­ir hús­leit hjá Sam­herja árið 2012. Seinna tók sér­stak­ur sak­sókn­ari við mál­inu, en hann ákvað að fella niður saka­mál vegna þess­ara meintu brota. Ákvað Seðlabank­inn þá að beita stjórn­valds­sekt­um upp á 15 millj­ón­ir króna.

Samherji undirbýr skaðabótamál á hendur Seðlabankanum og Þorsteinn Már hefur kallað eftir því að Má Guðmundssyni seðlabankastjóra verði vikið úr embætti.

Fundað verður í Seðlabankanum.
Fundað verður í Seðlabankanum. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK