Fasteignaverð á niðurleið í Svíþjóð

AFP

Verð á fasteignum er á niðurleið í Svíþjóð, bæði á einbýlishúsum og íbúðum. Fasteignaverð lækkaði um 1% á milli október og nóvember og gildir það um allt land fyrir utan Malmö en þar stóð verðið í stað á milli mánaða. Þetta kemur fram í frétt Dagens Nyheder og vísar vefurinn í upplýsingar frá Félagi fasteignasala.

Í stærri borgum er lækkunin mest eða allt að 2% á milli mánaða. Þetta er mun minni lækkun en til að mynda í Stokkhólmi í ágúst en þá lækkaði fasteignaverð um 7%.

Frétt DN 

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir