Íslensk verslun orðin samkeppnishæf

Fólk var enn í leit að jólagjöfum í Kringlunni fyrir …
Fólk var enn í leit að jólagjöfum í Kringlunni fyrir hádegi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

„Verslunin hefur verið virkilega góð fyrir þessi jólin,“ segir Margrét Sanders, stjórnarformaður Samtaka verslunar og þjónustu, í samtali við mbl.is. „Verslunin dreifist meira og byrjar fyrr en áður. Það eru þessir dagar sem hafa verið, Svartur föstudagur, Cyber Monday og þetta allt sem hefur hjálpað til.“

Margrét segir að íslensk vefverslun hafi styrkst mikið upp á síðkastið. „Netverslunin er farin að taka meira við sér en það þarf samt sem áður að þurfa að gera enn betur og efla íslenska netverslun. Hún er komin til að vera.“

„Viljum ekki verða eins og Suðureyri“

Niðurfelling tolla og hluta vörugjalda hefur hjálpað íslenskum verslunum að verða samkeppnishæfar, að sögn Margrétar, þrátt fyrir það versli fólk mikið við erlendar netverslanir. „Við viljum ekki verða eins og Suðureyri þar sem voru tvær matvöruverslanir hér áður fyrr en engin í dag. Við myndum ekki vilja að öll verslun myndi bara fara til útlanda en við Íslendingar þurfum að vera samkeppnishæf.

Það hefur sýnt sig að við erum það, það hafa orðið miklar breytingar og gerst frábærir hlutir. Verðin eru orðin samkeppnishæf, það er alveg klárt og niðurfelling tolla og hluta vörugjalda hefur hjálpað mikið.“

Margrét Sanders stjórnarformaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Margrét Sanders stjórnarformaður Samtaka verslunar og þjónustu. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son

Margrét segir kauphegðun Íslendinga vera að breytast og að upplifun sé farin að spila stærra hlutverk í verslunarferðum Íslendinga heldur en áður fyrr, það liggi í augum uppi þegar litið er til miðbæjarferða landans á Þorláksmessu. „Þetta er ekki bara verslun heldur líka upplifun og það hefur komið sterkt inn á dögum sem þessum.“

Lifibrauð sumra íslenskra verslana veltur á því hvernig verslun gengur um jólin. „Jólin skipta miklu máli, það hefur hjálpað mikið að verslunin byrjar fyrr. Það er svo gríðarlegt magn sem selst alltaf fyrir jól og því skiptir þessi tími gríðarlega miklu máli fyrir okkur,“ segir Margrét.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka