Dunkin' Donuts á Íslandi lokað

„Við erum að loka Dunkin' Donuts sem er auðvitað mjög leiðinlegt en rekstrarumhverfið er einfaldlega þannig að launa- og framleiðslukostnaður er of hár. Það er bara það sem við stóðum frammi fyrir. Samhliða því erum við að selja hluta af verslunum Basko yfir til Samkaupa sem gerir það að verkum að við verðum ekki lengur með eigið vöruhús.“

Þetta segir Sigurður Karlsson, forstjóri Basko, en fyrirtækið hefur meðal annars rekið kleinukringjastaðina Dunkin' Donuts á Ísland. Fyrsti staðurinn var opnaður við Laugaveg í Reykjavík 2015 og nokkrir aðrir í kjölfarið. Voru uppi áform um að opna allt að sextán staði en nú hefur sem fyrr segir verið ákveðið að hætta rekstri slíkra staða.

„Það er þannig ýmislegt sem lagðist á eitt,“ segir Sigurður. Viðtökurnar hafi verið frábærar í byrjun en síðan hafi kostnaður einfaldlega aukist mjög. Staðið hafi verið frammi fyrir því að hækka annað hvort verðið á framleiðslunni, sem lögð hefði verið áhersla á að halda sem lægstu, verulega eða hætta rekstri staðanna og það síðara orðið ofan á.

Hins vegar verða kleinuhringir frá Dunkin' Donuts áfram á boðstólum hér á landi þó það verði ekki á sérstökum veitingastöðum undir því heiti. Kleinuhringirnir verða þannig áfram til sölu í verslunum 10-11 og Kvikk að sögn Sigurðar. Kleinuhringirnir verða hins vegar framvegis innfluttir frá Bandaríkjunum en voru áður framleiddir hér á landi.

Fréttavefurinn Vísir.is greindi fyrst frá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK