Premis kaupir Tölvustoð

Eigendur Tölvustoðar, Örn Þórsson, Arnar Björnsson og Jón þór Guðmundsson, ...
Eigendur Tölvustoðar, Örn Þórsson, Arnar Björnsson og Jón þór Guðmundsson, handsala kaupin við Kristin Elvar Arnarsson, eiganda og framkvæmdastjóra Premis. Ljósmynd/Aðsend

Upplýsingatæknifyrirtækið Premis hefur keypt allt hlutafé í Tölvustoð. Starfsemi Tölvustoðar hefur verið sameinuð starfsemi Premis og starfsmenn fyrirtækisins flust yfir í höfuðstöðvar Premis.

Kaupin eru liður í þeirri stefnu Premis að byggja upp öflugt þjónustufyrirtæki í rekstri tölvukerfa, hýsingu og veflausnum en með kaupunum verða starfsmenn Premis tæplega 60 talsins.

Árið 2017 tók Premis yfir rekstur Opex og Davíðs og Golíats. Premis annast rekstur tölvukerfa og hýsingu auk þess sem fyrirtækið smíðar hugbúnað og veflausnir. Um 1.600 fyrirtæki eru í mánaðarlegum viðskiptum hjá Premis.

mbl.is

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir