Jón Ólafur nýr formaður SVÞ

Jón Ólafur Halldórsson.
Jón Ólafur Halldórsson.

Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, er nýr formaður Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) en aðalfundur samtakanna var haldinn í dag á Hilton Nordica. Alls bárust sjö framboð um almenna stjórnarsetu en kosið var um fjögur sæti fyrir kjörtímabilið 2019-2021. 

Á fundinum var lýst kjöri fjögurra meðstjórnenda, en þeir eru Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Íslandspósts, Ari Þórðarson, framkvæmdastjóri Hreint ehf., Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, og Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku ehf.

Elín Hjálmsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðssviðs Eimskips, og Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, sitja áfram í stjórn. 

Margrét lætur af störfum

Á fundinum lét Margrét Sanders af störfum sem formaður SVÞ. Nýr formaður er Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, en Jón Ólafur hefur setið í stjórn SVÞ sl. 2 ár. 

„Ég er stoltur og þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt af aðildarfyrirtækjum SVÞ,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, nýr formaður.

„Ég hef undanfarin ár starfað á vettvangi stjórnar SVÞ að málefnum sem snúa að hagsmunum verslunar og þjónustu. Það eru miklar áskoranir fram undan í stafrænni verslun og sjálfvirknivæðingu  og ég vil gjarnan leggja mitt af mörkum og taka þátt í þeirri vinnu sem er að móta umhverfi verslunar og þjónustu til næstu framtíðar. Samtök verslunar og þjónustu hafa á undanförnum árum barist fyrir mörgum stórum hagsmunamálum fyrir neytendur s.s. afnámi vörugjalda og tolla.  Ég mun leggja áherslu á að samtökin haldi áfram á þeirri braut að auka frelsi í viðskiptum, draga úr opinberum umsvifum og að þeim verkefnum verði útvistað í auknum mæli til einkafyrirtækja  og ekki síst, að berjast gegn félagslegum undirboðum og svarti atvinnustarfsemi.” 

Margrét Sanders hefur verið formaður Samtaka verslunar og þjónustu.
Margrét Sanders hefur verið formaður Samtaka verslunar og þjónustu. mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son
mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK