Dýrustu borgir heims

Horft yfir á Eiffel-turninn frá Parvis des droits de l'Homme ...
Horft yfir á Eiffel-turninn frá Parvis des droits de l'Homme á Trocadero. AFP

Þrjár borgir skipa efsta sæti listans yfir dýrustu borgir heims en það eru París, Hong Kong og Singapúr. Fjórar evrópskar borgir eru meðal tíu dýrustu borga heims. Þetta kemur fram í frétt BBC en um er að ræða árlega rannsókn Economist Intelligence Unit.

Fjármálahverfið í Singapúr.
Fjármálahverfið í Singapúr. AFP


Þetta er í fyrsta skipti sem þrjár borgir eru saman á toppi listans í 30 ára sögu hans. Alls er verðlag í 133 borgum víðs vegar um heim borið saman. 

Þar er ýmislegt borið saman, svo sem verð á brauði og klippingu. París hefur verið á listanum yfir tíu dýrustu borgir heims frá árinu 2003 enda þykir afar dýrt að búa í borginni. Það sem er ódýrara í París en í flestum öðrum dýrum evrópskum borgum, er áfengi, almenningssamgöngur og tóbak.

Hong Kong.
Hong Kong. AFP

Til að mynda kosti það að meðaltali konu 119 Bandaríkjadali að fara í klippingu í París á meðan sama klipping kostar 74 dali í Zürich og 53 dali í Osaka.  

1. Singapúr

1. París

1. Hong Kong 

4.  Zürich

5. Genf

5. Osaka 

7. Seúl

7. Kaupmannahöfn

7. New York

10. Tel Aviv 

10. Los Angeles 

Caracas í Venesúela í gær.
Caracas í Venesúela í gær. AFP

En ef horft er til ódýrustu borga heims eru verðbólga og brothættir gjaldmiðlar helstu ástæður þess að borgirnar eru ódýrar í alþjóðlegum samanburði. Til að mynda var verðbólga um 1000% í Venesúela í fyrra en höfuðborg landsins er sú ódýrasta í heimi. Í öðru sæti listans er höfuðborg Sýrlands, Damaskus.

1. Caracas

2. Damascus

3. Tashkent (Úzbekistan)

4. Almaty (Kazakstan)

5. Bangalore (Indland)

6. Karachi (Pakistan)

6. Lagos (Nígería)

7. Buenos Aires (Argentína)

7. Chennai (Indland)

8. Nýja-Delí (Indland)

mbl.is

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir