Óvissa um flotamál Icelandair

Boeing 737 MAX þota Icelandair.
Boeing 737 MAX þota Icelandair.

Icelandair þarf að fara í góða og hraða endurnýjun á flota sínum að mati Sveins Þórarinssonar, sérfræðings hjá Landsbankanum.

Gríðarleg óvissa er um flotamál Icelandair um þessar mundir í ljósi þess að ekki er vitað hversu lengi kyrrsetning Boeing 737 Max-þota mun vara en Icelandair hafði gert ráð fyrir að vera með 9 slíkar þotur í notkun á þessu ári og 16 þotur árið 2021.

„Icelandair er komið á þann stað að það þarf að fara í góða og hraða endurnýjun. Ef þetta Boeing-mál vex, og framleiðsla á þessum vélum breytist eða tefst um einhver ár þá hef ég miklar áhyggjur af Icelandair. Þá þarf að hugsa stöðuna algjörlega upp á nýtt. En þrír til fjórir mánuðir sleppa,“ segir Sveinn.

Lesa má fréttina í heild í ViðskiptaMogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK