Fimm ástæður fyrir falli WOW air

Ljósmynd/WOW

Fimm ástæður eru fyrir því að flugfélagið WOW air féll að mati Ben Baldanza, hagfræðings og fyrrverandi framkvæmdastjóra lággjaldaflugfélagsins Spirit Airlines, en hann sat í stjórn WOW air á árunum 2016-2018. Baldanza ritar grein um örlög WOW air á Linkedin-síðu sína þar sem hann greinir frá því hvað hafi valdið falli félagsins að hans mati.

Baldanza hrósar Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW air, fyrir mannkosti hans í upphafi greinarinnar og segir ennfremur að viðskiptamódel flugfélagsins hafi verið áhugavert. Landfræðileg staðsetning Íslands hafi veitt WOW air forskot en að lokum hafi áðurnefndar fimm áskoranir valdið því að félagið varð að hætta starfsemi.

Rekstrarkostnaðurinn jókst jafnt og þétt

Fyrir það fyrsta segir Baldanza að skort hafi á aga varðandi útgjaldahlið WOW air. Kostnaður hafi aukist jafn hratt og hagnaðurinn samhliða stækkun fálagsins eða jafnvel hraðar. Baldanza telur að WOW air ekki átt að leggja eins mikla áherslu á íslenskt starfsfólk og raunin hafi verið heldur að lækka launakostnað með ódýrara vinnuafli.

Ben Baldanza sat í stjórn WOW air 2016-2018.
Ben Baldanza sat í stjórn WOW air 2016-2018. mbl.is/Golli

Hins vegar segir Baldanza að Skúli sé föðurlandsvinur og elski Ísland sem ekki væri annað hægt en að virða. Hins vegar hafi dýrt íslenskt vinnuafl aukið enn á kostnað flugfélags sem hafi þurft að leggja áherslu á sem minnstan tilkostnað til þess að ná árangri.

WOW air hefði að sama skapi þurft að gera út frá fleiri stöðum en Íslandi sem væri mjög árstíðabundinn áfangastaður. Ennfremur hafi flugfélagið ekki lagt fyrir þegar vel gekk til þess að geta mætt mögulegum erfiðleikum síðar. Þess í stað hefði verið farið út í að fjárfesta of miklu fé meðal annars í Airbus A330 breiðþotum.

Landfræðilega forskotið gefið eftir

Baldanza segir að síðasta ástæðan sé fjárfestingin í Airbus A330 breiðþotunum sem hafi verið upphafið að endalokunum hjá WOW air. Slíkar þotur væri frábærar ef hægt væri að nota þær á hagkvæman hátt en þær væru bæði dýrari í kaupum og leigu og dýrari í rekstri en ódýrari og minni þotur eins og Airbus A320 línan.

Baldanza segir að önnur flugfélög sem sinntu flugi á milli Evrópu og Bandaríkjanna yrðu að nota langdrægari farþegaþotur eins og Airbus A330 en WOW air hefði, vegna staðsetningar sinnar á Íslandi, getað notað hagkvæmari þotur í þeim tilgangi. Með því að fjárfesta í Airbus A330 hefði félagið gefið eftir það forskot sem fólst í staðsetningunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK