Launagreiðendum fjölgar á milli ára

mbl.is/Hari

Frá mars 2018 til febrúar 2019 voru að jafnaði 18.441 launagreiðandi á Íslandi og hafði þeim fjölgað um 560 (3,1%) frá síðustu 12 mánuðum þar á undan.

Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 194.700 einstaklingum laun sem er aukning um 4.800 (2,5%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr, að því er segir í frétt Hagstofu Íslands.

Í febrúar 2019 voru um 127.600 launþegar í viðskiptahagkerfinu og hefur þeim fækkað um 200 ( 0,1%) samanborið við febrúar 2018. Í heild hefur launþegum fjölgað um 1.400 (0,8%) á sama tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK