Góð náttúrutengsl vara

Eitt þekktasta verkefnið sem The Value Engineers hefur unnið að ...
Eitt þekktasta verkefnið sem The Value Engineers hefur unnið að var endurvörmerkjasetning flugfélagsins British Airways árið 2011. AFP

Íslensk fyrirtæki eru góð í að tengja óblíða og stórbrotna náttúru landsins við vörumerki sín. Þetta er mat Ed Hebblethwaite stjórnanda og eins stjórnarmanna stefnumótunar – og markaðsgreiningarfyrirtækisins The Value Engineers í London.

„Þýski bílaframleiðandinn BMW notar rómaða þýska verkfræðikunnáttu til að aðgreina sitt vörumerki, í Sviss nota menn mikla tækniþekkingu í landinu í sama tilgangi, Ítalir leggja áherslu á næmleika og hönnun, Frakkar byggja mikið á ástríðunni, en hér hafa fyrirtækin komist upp á lag með að nota hrjúfa og óblíða náttúruna til að ná árangri,“ segir Hebblethwaite í samtali við Morgunblaðið. 

Snjallt markaðsfólk

Hann segist hafa komist í kynni við margt mjög snjallt markaðsfólk hér á landi síðan hann hóf að venja komur sínar hingað til lands fyrir um 12 árum í tengslum við samstarf við auglýsingastofuna Hvíta húsið. Hann segir Íslendinga sér á báti þegar kemur að samstarfi.

„Ég er mjög hrifinn af því að vinna með Íslendingum. Þeir eru fljótir að hugsa og taka ákvarðanir, og mjög praktískir í hugsunarhætti. Þetta veitir þeim samkeppnisforskot,“ segir Hebblethwait og bætir við: „Íslendingar kunna að koma hlutunum á hreyfingu. Þeir eru lausir við allt kjaftæði og yfirlæti. Þeir bretta bara upp ermarnar og finna út úr hlutunum.“

Hebblethwaite er staddur hér á landi um þessar mundir til að undirbúa nokkur samstarfsverkefni með Hvíta húsinu, sem snúast um markaðssetningu í Lundúnum, en hlutverk Hebblethwaite, og The Value Engineers, er þá að tengja auglýsingastofuna inn í hentugt net samstarfsaðila í borginni.

„Ég er mjög ánægður að koma og vinna enn og aftur með Hvíta húsinu. Þetta eru allt verkefni sem ég veit ekki ennþá nákvæmlega hver eru, en eiga að fara í gang síðar í sumar.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir