105 viðskiptahugmyndir fæðast í HR

Fjárfesting í áhrifavöldum, hreyfanlegar drónastöðvar ofan á strætisvögnum og fjárfestingarapp. Þetta eru dæmi um viðskiptahugmyndir sem nemendur í HR keppast við að þróa þessa dagana í námskeiðinu Nýsköpun og stofnun fyrirtækja. Meira en 500 nemar í 105 hópum vinna að útfærslu á hugmyndum sínum. 

mbl.is kom við í Háskólanum í Reykjavík þar sem nemendur eru í stífri vinnutörn en nú er síðasta vikan af þremur þar sem hóparnir eru á lokametrunum við að útfæra hugmyndir sínar. Við þróun á hugmyndunum var notast við Design Sprint ferlið sem á rætur sínar að rekja til tæknirisans Google. Í því verða til drög að fullbúinni vöru á nokkrum dögum en síðan tekur við hefðbundnari vinna á borð við gerð kostnaðar- og rekstraráætlana.

Í myndskeiðinu er rætt við fulltrúa þriggja hópa sem eru að vinna í metnaðarfullum verkefnum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK