Hefja áætlunarflug til Tenerife og Las Palmas

Vélin var frá norska flugfélaginu Norwegian.
Vélin var frá norska flugfélaginu Norwegian.

Flugfélagið Norwegian ætlar að hefja áætlunarflug milli Íslands og Las Palmas og Tenerife í haust. 

Í tilkynningu frá flugfélaginu kemur fram að  30. október mun Norwegian fljúga tvisvar í viku, á miðvikudögum og laugardögum, til Las Palmas á Kanaríeyjum. Frá 27. október mun Norwegian fljúga fimm sinnum í viku milli Keflavíkurflugvallar og Tenerife. Flogið verður á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum.

Til stendur að fljúga á báðum þessum flugleiðum út árið. Norwegian hóf áætlunarflug milli Íslands og Spánar á árinu 2016.

Haft er eftir aðstoðarforstjóra Norwegian, Magnus Thome Maursund, að með því að bæta við þessum tveimur flugleiðum milli Íslands og Spánar sé flugfélagið með leiðandi stöðu á flugferðum milli Íslands og Spánar.

Áætlunarflug Norwegian frá Íslandi: 

Reykjavík – Las Palmas
Reykjavík - Tenerife
Reykjavík – Madrid
Reykjavík – Barcelona
Reykjavík – Alicante
Reykjavík - Ósló
Reykjavík – Bergen

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK