Söluaukning nemur 60-70% í sólinni

Illa gekk að komast í útiverk í fyrra sökum veðurs. …
Illa gekk að komast í útiverk í fyrra sökum veðurs. Annað hefur verið uppi á teningnum það sem af er ári. mbl.is/Golli

„Það hefur gengið frábærlega hjá okkur á þessum tíma og hefur einstakt veðurfar á suðvesturhorninu þar mikið að segja,“ segir Vigfús G. Gíslason, framkvæmdastjóri Flügger lita, við Morgunblaðið.

Vísar hann í máli sínu til þess að metsala hefur verið í útivörum hjá Flügger litum það sem af er ári og nemur söluaukningin um 60-70% milli ára. Tæplega helmingur allrar veltu hjá fyrirtækinu er útivörur og er það veðurblíðan undanfarnar vikur sem á sinn þátt í sölunni.

„Sumarið í fyrra var auðvitað ekki gott veðurfarslega séð þannig að það er gríðarlega jákvætt,“ segir Vigfús í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK