Verð á gulli ekki verið hærra í fimm ár

Verð á gulli hefur ekki verið hærra í fimm ár.
Verð á gulli hefur ekki verið hærra í fimm ár. ISSEI KATO

Verð á gulli hefur ekki verið hærra í rúm fimm ár eða frá september árið 2013. Verð á hverja únsu er nú 1.387,1 Bandaríkjadala og hefur hækkað um ríflega 2,8% það sem af er degi, eða um 38,5 Bandaríkjadali. Að því er fram kemur í frétt Marketwatch um málið hefur verð á gulli verið á talsverðri uppleið frá lokum maímánaðar.

Mikil hækkun í gær kemur í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Bandaríkjanna um að halda stýrivöxtum óbreyttum þar sem þó var að ýjað að því að vaxtalækkun gæti verið á næsta leiti.

Fjárfestar brugðust við í gær og svo virðist sem skilaboðunum hafi verið tekið á þá leið að vaxtalækkun sé í farvatninu síðar á þessu ári.  Í umhverfi þar sem vextir eru lágir er verð á gulli yfirleitt hátt.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK