Brýnt að tryggja rekstrargrundvöllinn

Ríkisendurskoðandi telur meðal annars að „full ástæða“ sé til þess …
Ríkisendurskoðandi telur meðal annars að „full ástæða“ sé til þess að ráðast í margvíslegar hagræðingaraðgerðir innan Íslandspósts, sérstaklega hvað varðar að „sameina enn frekar dreifikerfi bréfa og pakka í þéttbýli.“ mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ríkisendurskoðandi leggur til fjórar tillögur til úrbóta í skýrslu sinni um starfsemi Íslandspósts, sem var kynnt fyrir tveimur nefndum Alþingis í morgun og hefur nú verið birt á vef stofnunarinnar.

Í fyrsta lagi telur ríkisendurskoðandi að brýnt sé að stjórnvöld bregðist við og tryggi rekstrargrundvöll innlendrar póstþjónustu í því breytilega umhverfi sem starfsgreinin býr við.

„Í þessu sambandi bendir ríkisendurskoðandi á þann möguleika í frumvarpi til nýrra heildarlaga um póstþjónustu að gera þjónustusamning við alþjónustuskylda aðila. Með fyrirhuguðu afnámi einkaréttar á hluta póstþjónustu er mikilvægt að stjórnvöld stuðli að fyrirsjáanlegu starfsumhverfi þeirra aðila sem starfa á þessu sviði, nú Íslandspósts ohf.,“ segir ríkisendurskoðandi.

Í annan stað telur ríkisendurskoðandi að móta þurfi sérstaka eigendastefnu fyrir Íslandspóst, vegna síbreytilegra aðstæðna og sértækra áskorana í rekstrarumhverfi félagsins. Ríkisendurskoðandi telur ófullnægjandi að styðjast við almenna eigandastefnu ríkisins heldur þarf hún að vera sérstök eigi félagið á annað borð að vera áfram starfandi í opinberri eigu.

Ríkisendurskoðandi segir einnig að efla þurfi eftirlit og „leggur áherslu á að ráðuneyti og eftirlitsstofanir túlki eftirlitsheimildir og -skyldur sínar gagnvart Íslandspósti ohf. með sama hætti og gagnkvæmur skilningur sé á hlutverki hvers og eins.“

Mikilvægt sé að allir eftirlitsaðilar stundi forvirkt eftirlit útfrá sameiginlegri heildarsýn.

Að lokum telur ríkisendurskoðandi að „full ástæða“ sé til þess að ráðast í margvíslegar hagræðingaraðgerðir innan Íslandspósts, sérstaklega hvað varðar að „sameina enn frekar dreifikerfi bréfa og pakka í þéttbýli.“


 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK