Þurrkar minnka tekjur veiðihúsa

Þurrkatímabilið í maí og júní hefur haft slæm áhrif á …
Þurrkatímabilið í maí og júní hefur haft slæm áhrif á veiði í helstu veiðiám landsins. Einar Falur Ingólfsson

Eins og fjallað hefur verið um í Morgunblaðinu hefur hálfgert hamfaraástand staðið yfir í mörgum veiðiám landsins, þar sem þurrkatíðin í maí og júní hefur orðið til þess að fiskur nær ekki að komast upp í árnar, og veiðin verið dræm eftir því. Hefur þetta ástand haft áhrif á rekstur veiðihúsa.

Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumaður og rekstraraðili veiðihússins við Þverá í Borgarfirði, segir í samtali við ViðskiptaMoggann að „þetta hafi sloppið ágætlega hingað til“, eins og hann orðar það. Hann segir að ástandið hafi m.a. þau áhrif að harðir veiðimenn, sem komi einkum vegna fisksins, sitji þá frekar heima, en hinir, sem koma í veiðihúsin til að njóta góðs félagsskapar og slíks, mæti á staðinn, og láti þetta ekki hafa eins mikil áhrif á sig.

Hann segir aðspurður að þurrkatíðin komi sér vissulega illa fyrir veiðihúsin. Höggið komi strax, en mögulega gætu áhrifin á sölu veiðileyfa komið síðar. Hann sé þó bjartsýnn á restina af sumrinu.

Sjá fréttina í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK