Eimskip áfrýjar til Hæstaréttar

Stjórn Eimskips hefur ákveðið að biðja um leyfi til þess …
Stjórn Eimskips hefur ákveðið að biðja um leyfi til þess að áfrýja dómi Landsréttar vegna 50 milljón króna stjórnvaldssektar. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Eimskips ákvað á fundi í dag að óska eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar frá 21. júní síðastliðinn til Hæstaréttar. Landsréttur hafnaði því að ógilda 50 milljóna króna stjórnvaldssekt sem Fjármálaeftirlitið veitti Eimskipum fyrir að hafa ekki birt nægilega fljótt innherjaupplýsingar.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu þar sem sagt er að félagið telji dóm Landsréttar fordæmisgefandi og sækir því um áfrýjun á þeim grundvelli.

Er sérstaklega bent á að „við mat sitt skal rétturinn líta til þess hvort úrslit málsins hafi verulegt almennt gildi eða varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni.“

Fjármálaeftirlitið sektaði Eimskip um 50 milljónir í mars 2017 fyrir að hafa ekki birt tafarlaust upplýsingar um afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2016, en þá hafði afkoman batnað um 66,5%.

Hæstiréttur tekur afstöðu til þess hvort heimila skuli áfrýjunina.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK