Losunarheimildir mun ódýrari en sektin

mbl.is/​Hari

„Þú færð þessa risastóru sekt ef þú stendur ekki skil á þínum heimildum,“ segir Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, við mbl.is. Stjórnvaldssekt að upphæð 3.798.631.250 króna hefur verið lögð á þrotabú WOW air.

Sektin er lögð á þrotabúið vegna vanrækslu flugrekanda á að standa skil á los­un­ar­heim­ild­um fyr­ir árið 2018.

Sam­kvæmt vottaðri los­un­ar­skýrslu flugrek­and­ans WOW air var heild­ar­los­un árs­ins 2018 sam­tals 278.125 tonn CO2. 

Fjárhæð sektarinnar er lög­bund­in og sam­svar­ar 100 evr­um í ís­lensk­um krón­um vegna hverr­ar los­un­ar­heim­ild­ar. „Það er hægt að fullyrða að losunarheimildirnar hefðu kostað mun minna,“ segir Elva.

Hún útskýrir að flugfélög þurfi að borga fyrir hvert CO2 sem það losi. Keyptar séu heimildir; kvóti til losunar. Yfir ákveðið tímabil þurfi flugfélög að sýna fram á losun sem reiknuð er út frá flugferðum og áætlunin félaganna. Það er grundvöllur losunarheimildanna. 

„Ef þú losar minna heldur en gert er ráð fyrir í áætlun geturðu selt heimildirnar aftur en ef þú losar meira þarftu að kaupa fleiri heimildir. Verðið á þessum heimildum er bæði háð framboði og eftirspurn en þeim er líka fækkað örlítið á hverju tímabili í kerfinu, verða fágætari og hækka í verði,“ útskýrir Elva. 

Sektin sem lögð er á þrotabú WOW er vegna losunarheimilda fyrir síðasta ár en heimildir undangengis árs eru gerðar upp 30. apríl. 

Fram kom í ViðskiptaMogganum í byrjun apríl að WOW air hafi selt losunarheimildir skömmu áður en félagið fór í þrot. Andvirði sölunnar, um 400 milljónir króna, átti að nota til að standa straum af launagreiðslum.

Elva segir að öllum flugfélögum sé leyfilegt að selja heimildir hvenær sem er, svo framarlega sem losumarheimilidir eru gerðar upp fyrir 30. apríl.

„Það er mjög afgerandi stefna tekin hjá Evrópusambandinu í þessum málum. Menn ákveða að leggja svona rosalega háa sekt á það ef félög brjóta reglurnar sem allir þurfa að vinna eftir,“ segir Elva.

Til viðbót­ar við sekt­ina þarf einnig að standa skil eða kaupa nýj­ar los­un­ar­heim­ild­ir sem sam­svara los­un frá rekstri flugrek­anda á ár­inu 2018 kom fram í tilkynningu Umhverfisstofnunar. Átt er við að sektin er refsisekt og til viðbótar við svimandi háa sektina mun Umhverfisstofnun gera kröfu í þrotabúið um að heimildunum verði skilað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  CHF
  JPY

Erlendar viðskiptafréttir