Kominn með yfir 5% í Arion

Breski vogunarsjóðurinn  Lans­dow­ne Part­ners á orðið 5,01% í Arion banka eftir að Kaupskil, félag í eigu Kaupþings, lauk við sölu á öllu hlutafé sínu í Arion banka. Um var að ræða 20% eignarhlut í bankanum.

Eftir viðskiptin á sjóðurinn tæplega 91 milljón hluti, en miðað við markaðsverð bréfanna í dag er virði þeirra 7,1 milljarður.

Lansdowne hefur á undanförnum árum meðal annars keypt í Sýn (áður Fjarskiptum), N1, VÍS og Símanum.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK