Sníða starfsemina að þörfum markaðarins

Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku.
Marinó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku. Haraldur Jónasson/Hari

Á fáum mánuðum hafa einstaklingar lagt um 12 milljarða inn á innlánsreikninga hjá Auði, nýrri fjármálaþjónustu Kviku banka. Það er um 20% meira fjármagn en bjartsýnustu menn þorðu að gera ráð fyrir að safnast myndi á fyrsta ári starfseminnar.

Marinó Örn Tryggvason, sem tók við forstjórakeflinu fyrir þremur mánuðum hjá bankanum, segir að Auður sé fyrsta dæmið af mörgum um hvernig Kvika hyggist hasla sér völl á fleiri sviðum fjármálaþjónustu í landinu. Hann segir smæð bankans og sveigjanleika gefa honum ótvírætt tækifæri til að sækja fram með þeim hætti sem viðskiptabönkunum sé ekki mögulegt.

„Þeir byggja allir á grunni fyrri stofnana sem höfðu væntingar um að þjónusta milljónir manna í Evrópu og byggðu upp innviði til að geta risið undir því. Þegar hrunið varð brugðust þeir svo allir eins við. Þeir drógu úr kostnaði, fækkuðu fólki og útibúum og fjárfestu í tækni en ná ekki að halda uppi arðsemi, m.a. vegna eiginfjárkrafa. Þeir eru því í raun með það sem kalla má erft viðskiptamódel sem er ekki hannað fyrir markaðinn í dag og það veldur því að þeir ná ekki nægilegri arðsemi.“

Þá segir Marinó í ítarlegu viðtali á miðopnu ViðskiptaMoggans í dag að fyrir dyrum standi miklar breytingar á fjármálakerfinu þar sem bankar muni í minni mæli en áður miðla fjármagni í gegnum eigin efnahagsreikning. Því ráði m.a. sú staðreynd að stærstu fjármagnseigendur landsins séu nú stærri en bankarnir, ólíkt því sem var á árunum fyrir hrun.

Lesa má viðtalið í heild sinni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK