Enn lækkar Icelandair

Vél Icelandair.
Vél Icelandair. Eggert Jóhannesson

Gengi hlutabréfa Icelandair hefur fallið um 4,28% í viðskiptum í Kauphöll Íslands það sem af er degi. Gengi bréfanna hefur verið í frjálsu falli undanfarna mánuði og stendur nú í 6,49 kr. og hefur ekki verið jafn lágt síðan í júní árið 2012 er það stóð í 6,45 kr.

Lækkun bréfa félagsins má líklega að hluta til rekja til þess að olíuverð hefur hækkað um 10% á síðasta sólarhringnum eftir að árás var gerð á tvö olíumannvirki í Sádi-Arabíu um helgina.

Auk þess náði norska flugfélagið Norwegian samkomulagi við eigendur skuldabréfa félagsins um að framlengja tvö stór lán upp á 3,4 milljarða norskra króna að því er fram kemur í frétt Finans.

Gengi hlutabréfa Icelandair hefur fallið um 31% það sem af er ári og um 41% frá því á síðasta hápunkti í júní.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK