Réttarhöld að hefjast í Katar-máli Barclays

Barclays Bank, höfuðstöðvar.
Barclays Bank, höfuðstöðvar. AFP

Réttarhöld yfir þremur fyrrverandi yfirmönnum breska Barclays-bankans hefjast í dag en þeir eru ákærðir fyrir fjársvik í tengslum við rannsókn á því hvernig bankinn sótti milljarða punda til Katar árið 2008.

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (SFO) hefur haft til rannsóknar greiðslur til Katar gegn því að fá rekstrarfé frá yfirvöldum í Katar þegar bankinn átti í sem mestum erfiðleikum vegna fjármálakrísunnar. Þremenningarnir, Roger Jenkins, Tom Kalaris og Richard Boath, neita allir sök.

Fyrrverandi starfsbróðir þeirra, John Varley, hefur þegar verið sýknaður í málinu og máli SFO gegn bankanum sjálfum var vísað frá dómi í fyrra. Bæði bankinn og Varley höfðu neitað sök.

Í frétt BBC kemur fram að Jenkins hafi stýrt fjárfestingabankastarfsemi Barclays í Mið-Austurlöndum á þessum tíma en Kalaris var yfir sjóðum og Boath stýrði Evrópudeild fjárfestingabankastarfseminnar. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK