Sigurður og Nanna kaupa í Sýn

Sigurður Bollason fjárfestir.
Sigurður Bollason fjárfestir. mbl.is/Þorvaldur Örn Kristmundsson

Sigurður Bollason og Nanna Ásgrímsdóttir hafa gert framvirka samninga um kaup á bréfum í Sýn hf. í gegnum félagið Res II. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Þegar samningarnar hafa verið virkjaðir á á Res II 6,04% í Sýn hf.

Fyrstu tveir samningarnir voru gerðir um síðustu mánaðamót og er umbreytingardagsetning þeirra á morgun.

Þriðji samningurinn var gerður 6. október, sá fjórði 27. október og sá síðasti í gær.

Stærð hvers samnings er á bilinu 0,67% til 1,52% af heildarhlutum í félaginu.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK