Icelandair greiddi 5,6 milljarða vegna tafa í fyrra

Icelandair greiddi 5,7 milljarða í seinkunargjöld í fyrra.
Icelandair greiddi 5,7 milljarða í seinkunargjöld í fyrra. mbl.is/Eggert

Aukin stundvísi er meðal þess sem skilar Icelandair betri afkomu á þriðja ársfjórðungi og hefur félagið greitt sjö milljónir bandaríkjadala, jafnvirði tæplega 870 milljónum króna, minna í seinkunargjöld miðað við sama ársfjórðung í fyrra.

Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, fjármálastjóri Icelandair, fór yfir helstu þætti uppgjörs ...
Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, fjármálastjóri Icelandair, fór yfir helstu þætti uppgjörs félagsins. mbl.is/Árni Sæberg

Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur félagið greitt 14 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 1,7 milljörðum króna, minna í seinkunargjöld en á sama tíma árið 2018. Þetta er meðal þess sem kom fram í kynningu Evu Sóleyjar Guðbjörnsdóttur, fjármálastjóra Icelandair, á kynningarfundi félagsins í gær vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs félagsins.

Þar kom einnig fram að heildarkostnaður vegna truflana í leiðakerfi árið 2018 hafi numið 45 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 5,6 milljarða króna, og að markmið ársins 2019 væri að lækka þennan kostnað um 40% eða 18 milljónir bandaríkjadala. Eva Sóley benti einnig á að félagið hafi verið að innleiða nýtt tekjustýringarkerfi sem hafi falið í sér töluverðan kostnað á tímabilinu.

Nánar er fjallað um uppgjör Icelandair í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK