Skúli óskar Play velfarnaðar

Skúli Mogensen var forstjóri WOW air. Nú óskar hann fyrrverandi …
Skúli Mogensen var forstjóri WOW air. Nú óskar hann fyrrverandi samstarfsfólki sínu til hamingju með flugfélagið Play. mbl.is/RAX

Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri og eigandi WOW air, segist dást að þrautseigju stofnenda nýja flugfélagsins Play. Skúli óskar þeim innilega til hamingju með þennan áfanga og segist vita hversu „mögnuð“ þau, sem standi að stofnun nýja félagsins, séu.

Þetta skrifar Skúli á Facebook-síðu sína og segist þar hlakka til að fara út í heim að leika.

Stofnendur nýja félagsins, sem kynnt var í morgun undir heitinu Play, eru fyrrverandi starfsmenn WOW air. Fyrst heyrðist af stofn­un flug­fé­lags­ins í júlí­mánuði, en þá greindi Frétta­blaðið frá því að írski fjár­fest­inga­sjóður­inn Avi­anta Capital hefði skuld­bundið sig til þess að leggja nýja flug­fé­lag­inu til rúm­lega fimm millj­arða króna í hluta­fé. 

Fé­lagið réð starfs­fólk og hóf starf­semi í byrj­un ág­úst á nýrri skrif­stofu á Reykja­vík­ur­vegi í Hafn­ar­f­irði, þar sem Acta­vis hafði áður aðstöðu. 

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK