Pétur hættir sem fjármálastjóri Festar

Pétur Hafsteinsson, fráfarandi fjármálastjóri Festar.
Pétur Hafsteinsson, fráfarandi fjármálastjóri Festar.

Pétur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Festar, hefur gert samkomulag við félagið um starfslok sín. Hefur hann starfað hjá N1 og Festi í 12 ár, fyrstu árin við greiningar og hagdeildarstörf og síðar deildarstjóri hagdeildar og rekstrareftirlits frá 2011 og sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs frá árinu 2015.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar er haft eftir Eggerti Kristóferssyni, forstjóra Festar, að hann þakki Pétri frábært samstarf og óski honum alls velfarnaðar í framtíðinni. 

Eggert mun gegna starfinu tímabundið en starf framkvæmdastjóra fjármálsviðs Festar verður auglýst á næstu dögum.

Þetta er ekki eina breytingin sem hefur átt sér stað meðal stjórnenda Festar í dag, en fyrr í dag var greint frá því að Björgólfur Jóhannsson hefði sagt sig úr stjórninni eftir að hann tók við tímabundið sem forstjóri Samherja.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK