Horfum vegna þýskra banka breytt í neikvæðar

mbl.is/Hjörtur

Matsfyrirtækið Moody's breytti horfum vegna þýskra banka úr stöðugum í neikvæðar í dag. Varaði fyrirtækið við því að hagnaður þeirra og lánshæfi myndi minnka á komandi mánuðum að því er segir í frétt AFP.

Fyrirtækið varar enn fremur við því að bankarnir hafi ekki lagt nægjanlegt fé fyrir til þess að mæta áhættu vegna mögulegs greiðslufalls lántakenda. Það fé sem lagt væri fyrir í þeim efnum í dag væri of lítið til þess að staðan gæti talist sjálfbær.

Minni bankar, sem treysti á innistæður viðskiptavina sinna til þess að fjármagna sig, hafi einkum horft fram á minni hagnað vegna lágra stýrivaxta sem hafi orðið til þess að margir forsvarsmenn fjármálafyrirtækja hafi gagnrýnt Evrópska seðlabankann fyrir vaxtastefnu hans.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK