Liv nýr stjórnarformaður Keahótela

Liv Bergþórsdóttir nýr stjórnarformaður og Páll L. Sigurjónsson forstjóri Keahótela …
Liv Bergþórsdóttir nýr stjórnarformaður og Páll L. Sigurjónsson forstjóri Keahótela á Hótel Borg. Ljósmynd/Aðsend

Liv Bergþórsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku í stjórn Keahótela af Jonathan Rubini, en félag í hans eigu, auk Pt Capital, er stærsti eigandi hótelkeðjunnar. Þá mun Liv einnig halda utan um fjárfestingar Rubini hér á landi. Keahótel reka í dag 11 hótel á landinu, þar af sjö á höfuðborgarsvæðinu.

Fram kemur í tilkynningu að Liv muni vinna með eigendum og stjórnendum Pt Capital að frekari uppbyggingu og þróun Keahótela.

Liv var áður forstjóri Nova og stjórnarformaður WOW air. Auk þess að taka þátt í að kaupa 75% í Keahótelum keypti Pt Capital einnig 50% hlut í Nova árið 2017.

Í tilkynningunni er haft eftir Rubini að hann hafi bjargfasta trú á að Ísland verði vinsæll ferðamannastaður til framtíðar og að hann hafi kynnst Liv í gegnum fjárfestingu sína í Nova. Þá segir Liv að hana hlakki til að kynnast hótelgeiranum betur. „Þetta er krefjandi og spennandi samkeppnismarkaður. Það verður skemmtileg áskorun að vinna með stjórnendum Keahótela að því að þróa félagið áfram og auka enn frekar ánægju gesta,“ er haft eftir henni.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK