Bjóðast til að minnka sinn hlut

Rauður er einkennislitur flugfélagsins Play.
Rauður er einkennislitur flugfélagsins Play.

Stjórnendur Play bjóðast nú til að minnka hlutdeild sína í 30 prósent á móti 70 prósenta eignarhlut þeirra fjárfesta sem fást til að leggja félaginu til um 1.700 milljónir í hlutafé. Fréttablaðið greinir frá þessu í dag.

Fyrri áform gerðu ráð fyrir að fjárfestar eignuðust helmingshlut fyrir hlutafjárframlag sitt. Hlutafjársöfnun Play hefur gengið erfiðlega og í lok síðustu viku var kannaður áhugi fjárfesta á að leggja Play til fjármagn til næstu mánaða, samanlagt hundruð milljóna, með því að kaupa skuldabréf til skamms tíma af félaginu sem myndi bera 20 — 25 prósenta vexti.

Tilgangurinn væri að tryggja Play nægjanlegt rekstrarfé fram á næsta ár á meðan unnið yrði að því að ljúka hlutafjársöfnun.

Sjá nánar í Markaðinum, fylgiblaði Fréttablaðsins, í dag.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK