Hjörtur ráðinn framkvæmdastjóri hjá Íslandshótelum

Hjörtur Valgeirsson er nýr framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs hjá Íslandshótelum.
Hjörtur Valgeirsson er nýr framkvæmdarstjóri rekstrarsviðs hjá Íslandshótelum. Ljósmynd/Aðsend

Hjörtur Valgeirsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Íslandshótela. Hann lauk BA-námi í hótelstjórnun í South Bank University Business School í Englandi árið 2003 og útskrifaðist með MBA-gráðu úr Vlerick Management School í Belgíu árið 2010.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandshótelum.

Hjörtur hefur starfað við hótelstörf frá árinu 1998 og meðal annars stýrt Eddu hótelunum fyrir Icelandair Hotels. Á árunum 2011-2014 starfaði hann í Kína við veitingarekstur og gæðastjórnun. Hjörtur var í stjórnendateymi við innleiðingu á fyrsta Hilton hóteli Íslands á Hilton Reykjavík Nordica þar sem hann starfaði í 3 ár. Hjörtur hefur einnig starfað á The Halkin London og Crowne Plaza London.

Á árunum 2014 til 2016 starfaði Hjörtur sem hótelstjóri á Centerhotel Þingholti. Frá árinu 2016 hefur Hjörtur starfað sem hótelstjóri á Fosshótel Reykjavík, stærsta hóteli landsins og stýrt þar að auki veitingastöðunum Haust Restaurant og Bjórgarðinum.

Íslandshótel á og rekur 17 hótel með yfir 1.800 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnuaðstöðu. Þetta eru Grand Hótel Reykjavík sem er stærsta ráðstefnu hótel landsins, Hótel Reykjavík Centrum og 15 Fosshótel hringinn í kringum landið. Auk þess er nýtt fjögurra stjörnu hótel í byggingu við Lækjargötu sem er fyrirhugað að opni árið 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK