Buffet selur allan eignarhlut í flugfélögum

Buffett segist dáðst að stjórnendum flugfélaga.
Buffett segist dáðst að stjórnendum flugfélaga. AFP

Berkshire Hathaway, eignarhaldsfélag bandaríska auðkýfingsins Warren Buffet, hefur selt öll hlutabréf sín í bandarískum flugfélögum, en í desember síðastliðnum voru þær eignir Buffett metnar á fjóra milljarða dala. Flugfélögin sem um ræðir eru United, American, Southwest og Delta Airlines. CNBC greinir frá.

„Heimurinn hefur breyst fyrir flugfélögin. Ég veit ekki hvernig hann hefur breyst en ég vona að hann leiðrétti sig sjálfur á skynsamlegan hátt,“ sagði Buffett á hluthafafundi Berkshire Hathaway í gær, sem fór að sjálfsögðu fram á rafrænu formi. „Ég veit ekki hvort Bandaríkjamenn hafa breytt venjum sínum til frambúðar eða bara vegna ástandsins,“ bætti hann við.

Hann sagði þó ljóst að ýmsar greinar, þar á meðal fluggeirinn, hefðu hlotið mikinn skaða af aðgerðum yfirvalda víða um heim vegna kórónuveirunnar. En þetta væru vissulega aðstæður sem erfitt væri að stjórna.

Berkshire Hathaway tapaði næstum 50 milljörðum dala á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, vegna kórónuveirunnar, en auðæfi Buffet eru metin á um 72 milljarða dala.

Þegar blaðamaður CNBC spurði hann út í söluna á hlutabréfum sínum í flugfélögum sagðist hann yfirleitt selja allan hlut sín í því sem hann seldi. „Við minnkum ekki hlutinn. Það er ekki okkar nálgun. Ef okkur líkar einhver rekstur þá kaupum við eins mikið og við getum og höldum því eins lengi og við getum. Og þegar við skiptum um skoðum, þá er ekkert hálfkák.“

Buffett sagðist þó dást að stjórnendum flugfélaganna á þessum erfiðu tímum, en stundum kæmu upp aðstæður, eins og kórónuveirufaraldur, sem gerði það að verkum að gera þyrfti hraðar breytingar í fjárfestingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK