Gjaldþrot hefði slæm áhrif á Icelandair

Flugvél Cabo Verde Airlines.
Flugvél Cabo Verde Airlines.

Flugfélagið Cabo Verde Airlines (CVA) á Grænhöfðaeyjum á nú í viðræðum við einkafjárfesta og ríkisstjórnina þar í landi um aðkomu að björgun félagsins. Þetta staðfestir Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair og eigandi 10% hlutar í Loftleiðum Cabo Verde, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Loftleiðir Cabo Verde fara með 51% eignarhlut í flugfélaginu, en auk Björgólfs eru íslenskir einkafjárfestar og Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, í eigendahópnum. Fer Icelandair með um 70% hlut í Loftleiðum Cabo Verde og á félagið því alls um 36% hlut í CVA.

Icelandair er með 4-5 flugvélar í leigu til CVA út árið 2020. Í árshlutareikningi fyrsta fjórðungs ársins 2020 segir jafnframt að neikvæðar vendingar hjá CVA kunni að hafa tímabundin slæm áhrif á rekstur Loftleiða-Icelandic. Gera má ráð fyrir að það geti tekið tíma auk tilheyrandi kostnaðar að koma vélunum fyrir annars staðar verði CVA gjaldþrota.

Lesa má ítarlegri umfjöllun um málið á forsíðu ViðskiptaMogga dagsins

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK