Gengi Icelandair hækkar talsvert

Ein af Boeing MAX 8 flugvélum Icelandair.
Ein af Boeing MAX 8 flugvélum Icelandair. mbl.is/​Hari

Gengi Icelandair Group heldur áfram að hækka í Kauphöll Íslands, en það sem af er degi nemur hækkunin rétt um 8,1% og stendur gengið nú í 2,27 kr. Eru viðskipti með bréf flugfélagsins ríflega 22 milljónir króna.

Í morgun greindi ViðskiptaMogginn frá því að ef afhending 737-MAX-véla úr verk­smiðjum Boeing drægist um 12 mánuði miðað við fyr­ir­liggj­andi samn­inga hef­ði Icelanda­ir Group heim­ild til þess að ganga frá kaup­un­um án frek­ari eft­ir­mála.

mbl.is
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK