Össur lýkur kaupum á College Park Industries

Sveinn Sölvason, fjármálastjóri Össurar.
Sveinn Sölvason, fjármálastjóri Össurar.

Eftir langt skoðunarferli hafa bandarísk samkeppnisyfirvöld lagt blessun sína yfir kaup Össurar hf. á stoðtækjaframleiðandanum College Park Industries. Kaupverð fæst ekki uppgefið á þessu stigi en árleg velta College Park nemur um 20 milljónum dala og starfa þar um 130 manns.

Sveinn Sölvason, fjármálastjóri Össurar, segir College Park í hópi fimm eða sex stærstu stoðtækjaframleiðanda Bandaríkjanna, en þar eru Össur og þýska fyrirtækið Ottobock leiðandi. „Á eftir þessum tveimur koma nokkur smærri sem eru öll svipuð að stærð, og er College Park eitt af þeim,“ útskýrir Sveinn.

Stoðtækjalausnir College Park eru ekki eins tæknilega flóknar og þær sem Össur smíðar og henta t.d. ágætlega einstaklingum sem þurfa ekki að hreyfa sig mjög mikið við dagleg störf, tómstundir og iðkun íþrótta. Fyrir vikið eru stoðtæki College Park töluvert ódýrari og segir Sveinn að hátæknifótur frá Össuri sem gefur möguleika á mjög náttúrulegri hreyfingu geti kostað í kringum 14-15.000 dali en einfaldari fótur frá College Park seljist á um 10% af því, en skapi ekki jafn náttúrulegt göngulag og veiti ekki sömu notkunarmöguleikana. „Með kaupunum gefst okkur tækifæri til að ná betur til nýs hóps viðskiptavina og sækja enn betur inn á markaði í nýmarkaðslöndum.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK